Litla hestabúðin á Sólvangi
Cart 0

UHIP

Sænsku útivistarvörurnar frá Uhip svíkja engan en þar er um að ræða vandaðan og hagnýtan útivistarfatnað sem hannaður er fyrir athafnafólk á ölllum aldri og þá helst hestakonur. Fötin eru sérhönnuð til að hæfa þeim sem stunda útivist í öllum veðrum og lagt er upp með að þau haldi hlýju á líkamanum, séu vind og vatnsheld en jafnframt með góðri öndun og auðvelt sé að hreyfa sig í þeim. Uhip vörurnar henta þar af leiðandi einkar vel fyrir hið íslenska veður jafnt að vori, sumri, hausti sem vetri.