Litla hestabúðin á Sólvangi
Cart 0

Afhending og sendingarkostnaður

Litla Hestabúðin á Sólvangi býður viðskiptavinum sínum á Íslandi upp nokkra möguleika í sendingu - pakka heimsendingu (1.400 kr.), pakka sendingu í pósthús (1.200 kr.), pakka sendingu í póstbox (1.200 kr.) - sem leggst ofan á vöruverð. Á stærri / þyngri vörum (10 kg +) og stórum pöntunum er reynt að finna hagkvæman sendingarmáta í samráði við kaupanda. 

Pantanir er reynt að afgreiða, og koma á flutningsaðila, á innan við 24 klukkustundum eftir staðfestingu á pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða endurgreiðslu. Allar pantanir (fyrir utan hnakka - afhending eftir samkomulagi) eru sendar með Póstinum heim að dyrum eða á það pósthús / póstbox sem er næst kaupanda. Mögulegt er að fá vörur sendar á annað heimilisfang en kaupandans, t.d. ef þú vilt fá vöruna afhenta á vinnustað eða þegar um gjafir er að ræða.

Það tekur almennt 3-5 virka daga að fá vöruna í hendur eftir að gengið hefur verið frá pöntun - nema ef um er að ræða vörur sem ekki eru á lager og þarf að sérpanta líkt og hnakkar. Þá er afhendingartími u.þ.b. 2 vikur. Engar pantanir eru sendar á frídögum eða um helgar. Um afhendingu vörunnar gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins.

Um ábyrgð seljanda á vörunni eftir að hún er afhent flutningsaðila fer eftir flutningsskilmálum Póstsins, sjá ofangreinda vefslóð. Eftir að kaupandi hefur fengið vöruna í hendur ber honum án tafar að yfirfara vöruna í því skyni að meta hvort varan sé í umsömdu ásigkomulagi. Kaupandi hefur 14 daga frest eftir afhendingu til að tilkynna seljanda um tjón á vöru sem rekja má til annars en eiginleika vörunnar.

Ef afhending vörunnar tekst ekki vegna atvika sem varða kaupanda þá mun seljandi geyma vöruna á lager í 2 vikur frá því flutningsaðili hefur fyrst reynt að koma vörunni til kaupanda. Að tveimur viknum liðnum hefur seljandi heimild til að rifta samningnum án frekari fyrirvara og endurgreiða kaupanda kaupverðið.

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu. Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin.

Um kaup vara í gegnum www.litlahestabudin.is gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt . Niðurtalning á öllum frestum sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefst þegar móttaka vöru á sér stað.