We bring you closer to the Icelandic horse
Cart 0

HGG Reiðgallar - tilboð

Vorum að fá í hús nokkrar týpur af þessum þessum vinsæla reið- og útivistargalla frá Þýskalandi. Hann er einstaklega vandaður og léttur og framleiddur úr hágæða efni sem kemur frá TorayDelfy ™ í Svíþjóð - sem tryggir að gallinn sé ekki bara hlýr heldur einnig léttur, vatnsheldur, vindþéttur og andi vel. Hann hamlar ekki hreyfigetu en heldur jafnframt líkamanum ávallt þurrum og hlýjum. Efra lag gallans er vatnshelt og eru saumar límdir með vatnsheldum borða. Mjúkt fóðrið heldur hita á líkamanum og einangrar vel.

Gallarnir koma í mismunandi mittisstærðum og henta því öllum líkamsgerðum og hamla ekki hreyfigetu. Hann er styrktur á mörgum stöðum og er efnið verulega slitsterkt. Á gallanum eru þrír ytri vasar, innri vasi ásamt vasa fyrir farsíma. Hetta er í hálskraga og hægt er að taka hana út ef t.d. rignir.