Litla hestabúðin á Sólvangi
Cart 0

Litla Hestabúðin @Sólvangur Icelandic Horse Center

Bling námskeið

7.000 kr

Viltu eiga góða stund og föndra í haust eða fyrir jólin?

Námskeiðið er haldið á Sólvangi við Eyrarbakka en þar fá þátttakendur að gera sitt eigið skraut á hestinn undir leiðsögn. Flestir velja að gera ennisól með kristals steinum (og miðast verðið við það) en einnig er í boði að gera t.d. hundaól, múl, hnakkaskraut, armbönd og fleira. Auðvitað fær hver og einn að taka með sér heim það sem hann hefur gert og möguleiki er að kaupa höfuðleður og múla í stíl. Námskeiðið tekur um tvær klukkustundir og hentar flestum frá 10 ára aldri (en mögulegt er að vera yngri í fylgd fullorðinna). 

Hámarksfjöldi eru 10 þátttakendur en til að hægt sé að halda námskeiðið verða að minnsta kosti 4 þátttakendur að vera skráðir - ef að námskeiðið fellur niður - fær þátttakandi að sjálfsögðu úthlutaðum öðrum tíma sem hentar. 

Fyrir vinahópa eða stærri hópa endilega hafið samband og við finnum tímasetningu sem hentar. Þá er einnig mögulegt að koma til ykkar t.d. í hestamannafélög.

 

 


Share this Product


More from this collection