Litla Hestabúðin @Sólvangur Icelandic Horse Center
Nasamúll með stórum kristals steinum
7.000 kr
Viltu eiga eða gefa einstakt handverk til að skreyta hestinn? Sérhver múll er handskreyttur af okkur og því er enginn eins. Hágæða leður og vandaðir kristals steinar og/eða keðjur. Passar með tvöföldu höfuðleðri frá Birgittes Bling Bling - ath múllinn selst eins og á mynd 2 án höfuðleðurs.
Þar sem hver múll er einstakur (og oft hannaður í stíl við ennisól) er erfitt að setja inn raunmyndir hér í vefverslun - því bið ég ykkur um að hafa samband við mig (Sigga Pje - s: 8997792) og ég get upplýst um hvað er til. Einnig geri ég gjarnan sérpantanir - þar sem þú getur valið liti og hönnun. Svo ef þú vilt fá ennisól, enskan múl eða hnakkaskraut í stíl - þá er lítið mál að redda því :)