Litla Hestabúðin @Sólvangur Icelandic Horse Center
Handskreytt ennisól - U laga - margir litir og gerðir
Viltu eiga eða gefa einstakt handverk til að skreyta hestinn? Á til U laga ennisólar í allskyns útgáfum - sérhver ennisól er handskreytt af okkur og því er engin ennisól eins.
Hágæða leður og vandaðir kristals steinar og/eða keðjur. Auðvelt að setja á og taka af beislinu - tilvalið að eiga fleiri en eina ennisól við sérstök tilefni :) hægt að kaupa höfuðleður með - sem er annaðhvort einfalt eða tvöfalt (þá hægt að setja múl við).
Þar sem hver ennisól er einstök er erfitt að setja inn raunmyndir hér í vefverslun - því bið ég ykkur um að hafa samband við mig (Sigga Pje - s: 8997792) og ég get upplýst um hvað er til. Einnig geri ég gjarnan sérhannanir - þar sem þú getur valið liti og hönnun. Svo ef þú vilt fá nasamúl, enskan múl eða hnakkaskraut í stíl - þá er lítið mál að redda því :)