Litla hestabúðin á Sólvangi
Cart 0

Litla Hestabúðin @Sólvangur Icelandic Horse Center

HIT-AIR (VH) öryggisvesti

98.000 kr

VH módelið er eitt af nýrri módelum Hit-Air vestanna.

Þetta vesti er með léttum spjöldum bæði að framan og aftan til að auka höggdeyfingu og hjálpa til við að draga enn frekar úr meiðslum.

Vestið er einstaklega létt og aðlagast vel að líkamanum, það andar og er með stóran hálskraga en fer ekki eins langt niður á mjóbak og mjaðmir eins og hin vestin. Vestið er fest að framan með rennilás en er með teygjanlegu efni á hliðum. 

Börn verða að vega að lágmarki 25 kg til að virkja vestið.

Fáanlegt í stærðum small, medium og large

Með vestinu fylgir:

  • 1 CO2 hylki
  • Verkfæri til að skipta um hylki
  • Festingar frá vesti í hnakk
  • Leiðbeiningar og ábyrgðarskírteini

CE merkt NF S72-800:2022

Hit-Air vestin eru framleidd af fyrirtækinu sem fann upp loftvestin og hefur það frá upphafi verið í fararbroddi nýsköpunar og tækni fyrir öryggi knapa á heimsvísu. Hit-Air býr yfir um 20 ára reynslu og hefur unnið ötulega að rannsóknum og þróun á uppblásanlegum öryggisvestum. Hit-Air er margverðlaunað fyrir öryggi og gæði.

Hit-Air vestið blæs upp þegar þú dettur af hestinum þínum og veitir góða höggvörn fyrir hrygg, rifbein, brjóst og viðkvæm líffæri. Loftvesti eru sífellt að verða vinsælli í hestaíþróttum vegna aukinnar verndar sem þau veita og hið margverðlaunaða Hit-Air öryggisvesti er ómissandi viðbót við hvers kyns öryggis búnað!

Hit-Air vestið virkar sem höggdeyfikerfi fyrir líkamann sem veitir hámarksvörn og hjálpar til við að koma í veg fyrir meiðsli. Við fall blæs vestið upp á 0,25 sekúndum til að tryggja að það sé að fullu blásið upp áður en það kemst í snertingu við jörðu eða aðra hindrun. Þegar loftpúðarnir þenjast út heyrist ekki hvellur - enda hefur Hit-Air lagt mikið upp úr að virknin sé hljóðlát til að trufla ekki hestana. Þegar Hit-Air vestið þitt hefur síðan blásið upp er ekkert mál að smella því aftur saman en það verður að skipta um CO2 hylki áður en það er notað aftur. Það er auðvelt og með vestinu fylgja verkfæri til að skipta um hylki. 

Efni:

600D Polyester,
Polyester mesh, Lipstop Nylon
Airbag Tube : Polyurethane


Share this Product


More from this collection