Birgittes BlingBling
Höfuðleður
3.500 kr
Höfuðleðrin frá Birgittes BlingBling eru sérstaklega hönnuð með velferð íslenska hestsins í huga. Þau eru framleidd úr hágæða leðri. Hnakkaólin er þykk og sveigist fram á milli eyrnanna til að aflétta þrýstingi á viðkvæmt svæði á hnakkanum. Mögulegt er að kaupa einfalt höfuðleður og tvöfalt höfuðleður (en þá er hægt að tengja fjölbreytt úrval múla við). Einnig fást kinnólarnar í styttri (21cm) og lengri (23cm) útgáfu. Þar að auki er hægt að kaupa kinnólarnar sér og eiga báðar útgáfur.